7. strik ? stutta strikið

Það er hálfgert antí­klí­max að rekja atburði sjöunda og sí­ðasta dags ferðalagsins eftir hina atburðarí­ku fyrri daga. Stefán og Steinunn vakna klukkan átta. Klára að pakka og koma sér svo af Hótel Ljóni. íður en lagt er af stað er einungis eitt atriði á verkefnalistanum – kaupa Carlsberg stout fyrir föður besta bloggarans. Heilbrigðisfulltrúinn Páll vill ólmur fá 1-2 flöskur, sem skýrist af nostalgí­u. Þetta var bjórinn sem hann drakk Danmerkursumarið sitt fyrir löngu. Enginn stout finnst í­ súpermarkaðnum og Stefán grí­pur í­ staðinn Carlsberg Dark, nýlega bjórtegund sem bragðast eins og malt.

Morgunmatur á lestarstöðinni. Brunað á Kastrup. Rölt um flugstöðvarganganna. Verslað viský og sí­garettur (retturnar eru fyrir tengdó, Steinunn stendur sig í­ bindindinu). Flug til Íslands átakalí­tið. Reyndar fékk einhver aðsvif framar í­ vélinni og tuskulegur maður sem dönsk félagsmálayfirvöld voru lí­klega að senda úr landi lætur dólgslega. Það truflar ekki Stefán sem les Rankin og Steinunni sem sefur.

Tjaldið fellur, sýningin á enda og allir hneigja sig í­ lokin.