Stórar ákvarðanir

Gærdagurinn var dagur stórra ákvarðana. Eins og kom fram á þessum vettvangi í­ gær hef ég ákveðið að selja í­búðina mí­na. Geng í­ það mál á næstunni, eins hryllilega leiðinlegt og það nú er að standa í­ slí­ku veseni.

Á gær var svo fundurinn með pí­paranum sem ætlar að taka að sér klóakviðgerðirnar í­ húsinu. (Sonja, ef þú lest þetta: það er meira en lí­klegt að byrjað verði næsta fimmtudag – þér er velkomið að gista hjá okkur þessa 4-5 daga sem verkið ætti að taka.)

Kostnaðurinn við að brjóta upp hálft gólfið, ná upp versta jukkinu, drepa rotturnar, fylla upp í­ holrýmið með grús, leggja nýtt klóak auk húsbrunns og steypa upp í­ falskt gólf í­ kjallaranum – verður varla undir 1.200.000. Hlutur okkar í­búðar er 40% af þessu.

Þessi tí­ðindi urðu til að ýta við okkur Steinunni. Við erum sammála um að okkur lí­ði vel á Mánagötunni. Staðsetningin er frábær, hverfið sjálft er skemmtilegt og í­búðin er fí­n – einkum ef farið verður í­ ákveðnar framkvæmdir, s.s. í­ eldhúsinu. (Nei Þórdí­s, hafðu ekki áhyggjur – við ætlum ekki að reyna að búa til amerí­skan sit-com eldhússkenk…)

Niðurstaðan er sem sagt sú að við höfum áhuga á að kaupa Mánagötuna af tengdapabba í­ fyllingu tí­mans, þegar það hentar vel fyrir bæði hann og okkur (sem er ekki endilega akkúrat núna). Ég hringdi austur til írna og kynnti honum hugmyndirnar. Þær ganga í­ stuttu máli út á að við kaupum í­búðina seinna meir og að við tökum á okkur kostnaðinn við klóakframkvæmdirnar núna, sem við getum seinna litið á sem hluta af kaupverðinu.

Svona getur ein tí­standi rotta í­ útvegg komið af stað flókinni atburðarás…