Eins og allir vita má Steinríkur ekki drekka kjarnadrykk, því hann datt ofan í pottinn þegar hann var barn – og óttast er að einn sopi í viðbót kynni að ríða honum að fullu.
Einu sinni hefur það þó gerst að Sjóðríkur seiðkarl hefur gert undantekningu frá þessari reglu og leyft Steinríki að fá agnarlítinn dropa. Á hvaða sögu gerðist það?
* * *
Luton vann Stevenage með marki á lokamínútunni og er komið áfram í sendibílabikarnum. Get ekki sagt að ég sé upprifinn. – Samt skemmtilegt að skora einu sinni undir lokin í stað þess að fá á sig mark þá…
QPR vann Kidderminster í sínum leik. Luton-QPR er augljóslega óskaviðureignin í næstu umferð!
* * *
Á gær lenti ég á fundi ásamt Þorvaldi Þorvaldssyni, trésmið og sósíalista. Þar komst ég að því að hann er eini maðurinn á Íslandi sem ekki getur hermt eftir Ólafi Ragnari. Það fannst mér merkilegt.
* * *
Bankastjóraferðin sem boðuð var í gær verður að bíða til morguns. Grunnskóli hersins kemur annan daginn í röð og búið er að bóka fund með mér og einhverjum módelsmið, sem væntanlega ætlar að reyna að selja safninu þjónustu sína. Módelsmiðir eru viðsjárverðir. Þeir líta á módelin sem börnin sín og koma sífellt í heimsókn til að sjá hvernig þeim reiðir af og verða foxillir ef líkönunum er ekki nægur sómi sýndur.
* * *
Er ég eini maðurinn sem farinn er að telja mínúturnar í nýtt Visa-tímabil?