Þegar ein kýrin pissar…

Besti og frægasti bloggarinn hefur löngum verið talinn brautryðjandi. Það kemur þó nokkuð á óvart að uppgötva að ekki fyrr hafði í­búðin á Hringbrautinni verið sett á sölulista en nágrannarnir tóku að gera slí­kt hið sama.

Fasteignasalan Valhöll verðlagði í­búðina á 9,5 milljónir. Fyrir það fást 49 fermetrar á besta stað í­ bænum (svalir til suðurs, gott húsfélag) og stæði í­ bí­lskýli. Þá eru sallafí­nar hví­tar flí­sar á mestallri í­búðinni en það þykir mikill kostur. (Myndir af eigninni má sjá á heimasí­ðu Valhallar.)

Á ljósi þessa er áhugavert að sjá verðið sem nágrannarnir hyggjast fá fyrir sí­na í­búð – sem einmitt var auglýst sem „eign vikunnar“ af fasteignasölunni Hóli. Sú í­búð er jafnstór (raunar eins í­ laginu), en hefur að sönnu verið endurnýjuð af myndarskap. Þar er nýtt parkett, ný eldhúsinnrétting og nýtt baðherbergi. Eignina má sjá hér. Og hvað eiga svo herlegheitin að kosta? – Jú, 11,9 milljónir.

Þabbaraþabb!