Þegar Samtök herstöðvaandstæðinga héldu nýliðafundinn á miðvikudaginn var, kvörtuðu nokkrir lesendur þessarar síðu yfir að auglýsingarnar hefðu farið fram hjá þeim. Til að það endurtaki sig ekki ætla ég að plögga landsráðstefnuna í tíma.
Hún verður sem sagt á laugardaginn kemur, í félagsheimili eldri borgara á Vesturgötu 7. Fyrir hádegi eru hefðbundin aðalfundarstörf – sem eru fín fyrir þá sem gaman hafa að slíku.
Aðalmálið er svo eftir hádegi, frá 13-15. Þá verður stutt og líflegt málþing um hermálið og þó einkum síðastliðið sumar, þar sem herinn komst óvænt í umræðuna.
Þar munu tala: prófessor Gunnar Karlsson, Steingrímur Ólafsson og Halla Gunnarsdóttir – sem sagt, bloggaravæn dagskrá…
Nánar á Friðarvefnum…