Jæja, þá erum við Steinunn loksins búin að hafa okkur í að skila inn tilkynningu til Þjóðskrár um óvígða sambúð. Langt er þó síðan ég flutti lögheimilið á Mánagötuna.
Stelpan í afgreiðslunni sem tók á móti blaðinu gat lítil svör veitt um það hvaða breytingar þessi gjörningur hefði í för með sér. ín þess að hafa skoðað það sérstaklega hjá lífeyrissjóðnum mínum geri ég ráð fyrir að þetta þýði að Steinunn fái fullar hendur fjár þegar ekið verður yfir mig þveran. Jafnframt myndi þetta hafa eitthvað að segja ef við ættum gríslinga.
Að reyna að fræðast um málið á netinu reyndist bara til þess fallið að flækja þetta enn meira. Samkvæmt skrifum Guðrúnu Erlendsdóttur um óvígða sambúð frá 1988, gilda ákvæði hjúskaparlaga um gagnkvæma framfærsluskyldu hjóna ekki um óvígða sambúð. Engu að síður líta almannatryggingarlögin á óvígða sambúð sem ígildi hjúskapar og haga t.d. bótagreiðslum í samræmi við það.
Nú er ég ekki lögfræðingur – en þetta finnst mér ekki ganga upp. Hvernig getur þetta tvennt farið saman? Geta almannatryggingarlögin skert bótagreiðslur til einstaklings líkt og hann væri í hjúskap – án þess að um framfærsluskyldu hins aðilans sé að ræða? Gaman væri ef einhver lögfróður lesandi síðunnar gæti svarað þessu…
Óháð allri lögfræði finnst mér gaman að vera búinn að skila blaðinu af mér. Það hljómar kannski bjánalega, en mér finnst notalegt að vita af nöfnunum okkar Steinunnar hlið við hlið í einhverjum skjalaskáp hjá Þjóðskránni.
* * *
Á gær tapaði Luton 6:3 gegn Bournmouth. Á laugardag töpuðum við 4:2 gegn Brentfor. 10:5 í tveimur leikjum er nokkuð geggjað.
* * *
Gústi púst er farinn í KR. Það er svekkjandi.
Þetta eru grundvallarmistök hjá ígústi, þó ekki sé nema af þeirri einföldu ástæðu að hann er alltof myndarlegur til að spila með KR. Allir vita að Fram hefur alltaf verið lið sætu strákanna, en KR-ingar verið tannlausir, sköllóttir og ljótir…