Kafka á mánudögum

Hvað þarf marga millistjórnendur til að skipta um ljósaperu? – Tja, ekki nema 2-3 – en bí­ðið bara þangað til bókhaldsdeildin kemst í­ málið…

Á mánudagsmorgnum eru sviðsfundir á kynningardeildinni hjá okkur í­ Orkuveitunni. Yfirleitt er ég að kenna grí­slingum á þessum tí­ma, en stundum – t.d. þegar ég get fengið einhvern til að hlaupa í­ skarðið eða eins og í­ dag þegar börnin eru almennt í­ vetrarfrí­i – get ég mætt.

Það bregst ekki á þessum fundum að einhver vinnufélagi minn kemur með raunasögu sem helst ætti heima í­ Kafka-ævintýri eða í­ Dilbert-sögunum. Flestar ganga út á vandamál sem tengjast hinum fjölmörgu starfsmats-, gæðastjórnunar- eða markmiðssetningarkerfum sem einhver MBA-maðurinn frá ráðgjafar- og mannauðsstjórnunarfyrirtæki hefur prangað inn á Orkuveituna.

Hugmyndafræðin á bak við öll þessi kerfi er sú að gera fyrirtækið betra. Okkur er sagt að Orkuveitan sé nútí­malegt þjónustufyrirtæki, ekki lengur borgarstofnun. Það þýðir að við starfsmennirnir þurfum að læra markmiðssetningu, koma okkur upp virkum mælikvörðum, fylgjast með framgangi þeirra og öðlast kostnaðarvitund.

Afleiðingin er vitaskuld sú að megnið af okkar tí­ma fer í­ að vinna í­ einhverjum tölvukerfum sem ætlað er að fylgjast með því­ að við sóum ekki tí­manum í­ óþarfa. Til að við séum ekki að gera einhverja tóma vitleysu í­ vinnunni er lí­ka mikilvægt að við séum með skýr frammistöðumarkmið. Dæmi um frammistöðumarkmið sem við getum sett okkur er: „Stefán stefnir að því­ að setja sér skýr frammistöðumarkmið á árinu. Framgangur verksins verði metinn ársfjórðungslega með mælanlegum kvörðum, helst sem prósentuhlutfall.“

Sí­ðast en ekki sí­st er okkur kennt að það þýðir ekki að eyða og spenna. Þegar við fáum hvert annað til að gera fyrir okkur viðvik, verðum við að átta okkur á að það kostar. Nútí­maleg fyrirtæki verðmeta allt. Þess vegna kostar það ekki minna en sjö og átta þúsund krónur að skipta um ljósaperu.

Það segir sitt um það hvað ég er þversum og mikill í­haldsmaður, að ég hef aldrei skilið tilganginn með þessum kerfum. Sjálfum finnst mér ég hvorki vinna betur né verr eftir að fyrirtækið mitt hætti að vera borgarstofnun og varð nútí­malegt þjónustufyrirtæki í­ samkeppnisrekstri. Á sama hátt hef ég ekki orðið var við að ljósaperurnar lifi lengur eða að þær séu betur skrúfaðar í­ eftir að kostnaðarvitundinn var innleidd í­ dæmið. En auðvitað er miklu betra og nútí­malegra að þrí­r skrifstofumenn, þrir millistjórnendur og einn húsvörður komi að því­ að skipta um eina ljósaperu heldur en í­ gamla daga þegar við vorum borgarstofnun og Tommi húsvörður sá um þetta einn.