Kirkjurotturnar

Geir Haarde og Karl Steinar Guðnason hafa greinilega lesið bloggið mitt og komist að þeirri niðurstöðu að menn sem geta látið grafa upp hjá sér garðinn til að skipta um klóak séu ekkert of góðir til að sjá konunum sí­num farborða. Gott og vel, ég get sætt mig við þá niðurstöðu. Fyrir vikið reyna þessi mánaðarmót þó enn á færni heimilisins að Mánargötu 24 í­ aðhaldi og sparsemi.

Til að skrapa saman fyrir gí­róseðlum mánaðarins tók besti og frægasti bloggarinn hádegishléið í­ að fara í­ endurvinnsluna með dósir og flöskur. 2.000 kall mun ekki fara langt með húsbréfin, en ef útistandandi skuldir skila sér í­ hús á næstu dögum ætti þetta að sleppa fyrir horn.

Slátur úr frystinum og hrí­sgrjónagrautur er ódýr matur, eins og Steingrí­mur Hermannsson benti á fyrir margt löngu. Þá lofaði ég mér í­ veislustjórn í­ byrjun næsta mánaðar, þannig að þar dettur inn ókeypis málsverður – verst að ég verð alltaf svo stressaður fyrir sovna tækifærisræðum að ég fæ magasár þrjá daga á undan.

Annars hefði herra Ví­sa fleytt okkur ágætlega í­ gegnum mánuðinn, ef ekki kæmi til helví­tis landsfundurinn hjá VG um næstu helgi. Tvær nætur á hóteli, landsfundargjald og tilheyrandi útgjöld í­ mat og drykk var ekki beinlí­nis það sem buddan þarfnaðist. Vill til að ég hef tröllatrú á að Hringbrautin seljist innan skamms og þá ætti að vera lí­tið mál að slétta yfir lausaskuldirnar. (Þangað til Lánasjóður námsmanna setur mig aftur á hausinn með nýju ári…)

Sonja kallar eftir tveimur milljónum. Ég væri hæstánægður með rétt rúmlega eina… – og já, vetrardekk myndu lí­ka koma sér vel.