…ókey, ég viðurkenni! Gátan hér að neðan var auðvitað brelluspurning. Enginn formaður íhaldsflokksins endist jafn lengi og ljósapera.
* * *
Ungkratar í Hafnarfirði eru með áhugaverða síðu. Þeir virðast öllu róttækari en félagar þeirra í höfuðborginni. Þetta er raunar ekki ólíkt því sem var í Alþýðubandalaginu, þar sem Reykvíkingarnir voru pragmatistar en liðið úr suburbiu oft miklu harðara í pólitíkinni. Þarna er í það minnsta margt áhugavert og mér virðist aðaldriffjöðrin vera Valur Grettisson, sem einmitt á sæti í stjórn Samtaka herstöðvaandstæðinga með mér. – gott mál!
* * *
Luton vann Rushden & Diamonds 1:2 í knattspyrnukeppni sendibílastöðvarinnar Þrastar (LD Vans trophy). Þar með erum við komnir í fjórðungsúrslit suðurhluta keppninnar. Held að kerfið sé þannig að leikið sé uns eftir stendur eitt meistaralið úr hvorum hluta (suður og norður) og þau mætist svo í úrslitaleik í Cardiff.
Ef marka má spjallsíður Luton-stuðningsmanna vilja flestir fá grannaslag gegn Northampton í næstu umferð. Enginn vill mæta QPR á Loftus Road. Menn eru alltof hræddir við að mæta QPR, verst hvað þetta mun spana upp gorgeirinn í nafna mínum Hagalín.
* * *
Hearts spilar úti gegn Bordeux í Evrópukeppninni á fimmtudag. Það er ekki heiglum hent.