Miðað við það hvað ég eyði miklum tíma og orku í að fylgjast með fótbolta sé ég fáránlega fáa leiki.
Ég tími ekki að vera með Sýn heima. Veit sem er að ég hef ekkert við slíka áskrift að gera, auk þess sem Steinunn er alveg laus við þessa glápþörf. Á sunnudögum er ég að vinna, laugardagana vil ég helst nota í annað en gláp og þegar Evrópuleikirnir eru í miðri viku virðist ég alltaf vera upptekinn.
Er samt hálft í hvoru að spá í að kíkja eitthvert í kvöld. Einhver sportbarinn hlýtur að sýna Evrópuleiki, trúi ekki öðru. Skyldi Bragi Skafta vera búinn að setja upp Sky sport á Nelly´s. Hann var með miklar heitstrengingar í þá veru um daginn. Nelly´s er varla með neina heimasíðu?
* * *
Ég hef sömuleiðis verið á leiðinni með að horfa á Framarana í handboltanum í lengri tíma. Aldrei látið verða af því samt. Á gær unnum við íR-inga í Breiðholti og erum komnir í fjórðungsúrslitin í bikarnum. Missi líka af næsta leik, en svo verður maður að drífa sig á völlinn.