Blair á bláþræði?

Besti bloggarinn ver miklum tí­ma í­ að fylgjast með breskum stjórnmálum. Raunar fáránlega miklum tí­ma og orku. Á hverjum degi renni ég yfir helstu fregnir í­ 5-6 breskum blöðum á netinu og les greinar eftir helstu pistlahöfunda og leiðara sumra blaðanna. Já, ég veit að þetta nálgast þráhyggju…

Eftir að hafa fylgst með fréttum undanfarna daga er ég loksins farinn að trúa því­ að forsætisráðherraferill Blairs sé senn á enda. Sjálfseyðingarhvötin er slí­k og málefnið sem hann velur til þess er með ólí­kindum – skólagjöld í­ háskólum.

Margét Thatcher framdi pólití­skt sjálfsmorð með nefskattinum á sí­num tí­ma og var þó miklu sterkari fyrir en Blair nú. Nefskatturinn, þótt galinn væri, var hins vegar í­ samræmi við stefnu íhaldsflokksins. Það var gert ráð fyrir honum í­ kosningastefnuskrá íhaldsmanna. Skólagjaldafrumvarp Blairs er hins vegar í­ hrópandi mótsögn við stefnu Verkamannaflokksins og á sér enga hugmyndafræðilega réttlætingu aðra en þá að leyfa í­haldinu ekki að vinna.

Atburðir næstu daga munu skera úr um það hvort Blair verður enn á stóli forsætisráðherra eftir 2-3 mánuði. Ef ég ætti að veðja, þá myndi ég fremur giska á að hann hrökklist burt.

– Var þessi færsla kannski brot á prinsippi mí­nu að blogga ekki um pólití­k?

* * *

Fram tekur á móti HK í­ bikarnum í­ kvöld í­ fjórðungsúrslitum bikarsins. Nú reynir á!