Versta starf í heimi

Bætti í­ gær nýju starfi á listann yfir skí­tadjobb sem ég ætla ekki að snúa mér að þegar barbararnir verða búnir að leggja niður safnið og segja mér upp. – Loftnetsviðgerðir!

Fengum mann til að laga loftnetið á Mánagötunni í­ gær. Hann kom í­ miðjum hrí­ðarbyl, rauk upp á þak og klöngraðist upp á reykháfinn með allskonar mælitæki og drasl. Ég stóð í­ þakhleranum og fylgdist með. Varð kalt við það eitt að horfa á manninn vinna. – Ó hvað það er gott að vera í­ huggulegri innivinnu.

* * *

Framararnir voru langflottastir gegn HK í­ gær. Við Valur mættum glaðbeittir og bjuggum okkur undir að fylgjast með sætri hefnd fyrir undanúrslitin í­ bikarnum í­ fyrra. Það gekk eftir þótt tæpt hafi það staðið um tí­ma.

Á handboltakvöldi kom Júlí­us Jónasson, þjálfari íR og hældist um vegna þess að íR-ingarnir lentu í­ efsta sæti í­ sururriðli Íslandsmótsins – og væru því­ í­ raun nokkurs konar haustmeistarar, „því­ þetta væri sterkari riðillinn“. Skemmtilegt er að skoða bikarkeppnina í­ því­ ljósi. Þar eru komin þrjú lið í­ undanúrslitin: Fram, KA og Ví­kingur – öll úr norðurriðli. Á kvöld mun fjórða liðið bætast í­ hópinn og telja má mun lí­klegra að það verði Valur heldur en Vestmannaeyjar. Suðurriðill hvað?