Guðbergur er snillingur

Veislustjórnin á jólarannsóknaræfingunni tókst þolanlega held ég. Vonandi verð ég þó ekki plataður í­ þessi ósköp aftur í­ bráð. Guðbergur Bergsson flutti frábæran fyrirlestur um buxur og þá sérstaklega gallabuxur. Pólití­sku kaflarnir voru bestir.

Maturinn var óvenju góður miðað við jólahlaðborð. Raunar alveg stórfinn hjá þeim Apóteksmönnum. Reyndar sleppti ég eftirmatnum sem virtist samanstanda af rjóma sem hrærður hafði verið saman við meiri rjóma. – Jólarannsóknaræfingin lenti hins vegar á sama tí­ma og jólahlaðborð minnar deildar í­ Orkuveitunni var haldið. Þar varð ég af krásum og frí­u brenniví­ni, en Orkuveitan gat ekki státað af Guðbergi…

* * *

Fram tapaði gegn Val í­ handboltanum. Það er alltaf ömurlega leiðinlegt. Hearts tapaði enn einum leiknum í­ röð, en Luton sló Rochdale út úr bikarnum.

Á 3ju umferðinni fengum við hvorki Arsenal né Júnæted með tilheyrandi milljónum í­ kassann – heldur útileik gegn Bradford City. Bömmer!

Bradford er reyndar í­ fallsæti í­ fystu deildinni, þannig að það ætti ekki að vera útilokað að fella þá úr keppni – ég er samt ekkert yfir mig bjartsýnn. Spurning um að veðja frekar á trukkabikarinn í­ ár. Luton er með útileik gegn Southend á þriðjudagskvöldið í­ 16-liða úrslitunum. QPR er komið í­ fjórðungsúrslitin eitt liða, unnu Brighton. Það ætti að gleðja nafna minn Hagalí­n en svekkja nafna minn ísmundsson.

Jamm.