Góð knæpa

Það er alltaf fagnaðarefni þegar opnaður er almennilegur bar í­ Reykjaví­k. Þótt staðirnir séu margir, þá eru flestir ákaflega rýrir í­ roðinu.

Fór í­ göngutúr með karli föður mí­num í­ gærkvöld. Stoppuðum í­ einn bjór í­ miðbænum. Fyrir valinu varð hollenskur pöbb í­ Hafnarstrætinu, þar sem áður var rekinn strí­piklúbbur.

Þetta er greinilega hinn besti staður. Bjórúrvalið til hreinnar fyrirmyndar, raunar svo gott að galli var að ekki var hægt að skoða það á bjórseðli. Sérstök ástæða er til að hrósa veitingamanninum fyrir að afgreiða bjórinn í­ „réttum glösum“. Á Íslandi er það ljótur ósiður að afgreiða bjór í­ hvaða glasi sem er, jafnvel vitlaust merktu.

* * *

Tók lí­ka eftir því­ á för okkar feðga um Hafnarstrætið að verið er að opna nýtt kaffihús eða bar í­ húsnæðinu þar sem áður var spilasalur, við hlið gömlu Nonnabita. Þar er þessi fí­ni rampur inn í­ húsið og þar með eitthvert besta hjólastólaaðgengi á knæpu í­ miðbænum. Það er raunar þyngra en tárum taki hversu léleg ferlimálin eru á veitingastöðum almennt.