Eftir því sem ég hugsa meira um þetta hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Sendibílabikarkeppni Þrastar (L.D. Vans Trophy) sé nauðaómerkileg. Raunar er bara gott að falla strax úr keppni en að ómaka sig á þessum leiðindum og taka sénsinn á að missa leikmenn í meiðsli. Sú staðreynd að Luton var kjöldregið gegn Southend …
Monthly Archives: desember 2003
Stalín og ljósaperan
Tveir hressir hópar af tíundubekkingum úr einum Grafarvogsskólanum heimsóttu Rafheima í morgun. Góðir hópar og áhugasamir, en ekki eru þau með ævisögur uppfinningamanna vel á hreinu. Spurði þau hver hefði fundið upp ljósaperuna. Fékk ýmsar góðar tilgátur: i) Benjamín Framklín ii) Þessi sem þú varst að tala um – þarna Volta iii) Hét hann ekki …
Góð knæpa
Það er alltaf fagnaðarefni þegar opnaður er almennilegur bar í Reykjavík. Þótt staðirnir séu margir, þá eru flestir ákaflega rýrir í roðinu. Fór í göngutúr með karli föður mínum í gærkvöld. Stoppuðum í einn bjór í miðbænum. Fyrir valinu varð hollenskur pöbb í Hafnarstrætinu, þar sem áður var rekinn strípiklúbbur. Þetta er greinilega hinn besti …
Guðbergur er snillingur
Veislustjórnin á jólarannsóknaræfingunni tókst þolanlega held ég. Vonandi verð ég þó ekki plataður í þessi ósköp aftur í bráð. Guðbergur Bergsson flutti frábæran fyrirlestur um buxur og þá sérstaklega gallabuxur. Pólitísku kaflarnir voru bestir. Maturinn var óvenju góður miðað við jólahlaðborð. Raunar alveg stórfinn hjá þeim Apóteksmönnum. Reyndar sleppti ég eftirmatnum sem virtist samanstanda af …
Illfygli?
Þættirnir um Andy Richter verða betri og betri. Þátturinn í gær var snilld. Ég minnist þess ekki að hafa hlegið jafn mikið í lengri tími og að lokabrandaranum, þar sem Irina, rússneska kærasta Andy Richters – sem er full ranghugmynda um dýraríkið og liggur ekki á kenningum sínum – reyndi að dáleiða ljón (sem hún …
Versta starf í heimi
Bætti í gær nýju starfi á listann yfir skítadjobb sem ég ætla ekki að snúa mér að þegar barbararnir verða búnir að leggja niður safnið og segja mér upp. – Loftnetsviðgerðir! Fengum mann til að laga loftnetið á Mánagötunni í gær. Hann kom í miðjum hríðarbyl, rauk upp á þak og klöngraðist upp á reykháfinn …
3. vísbending
Enn bólar ekki á réttu svari. Dembum okkur þá í 3. vísbendingu: Maðurinn sem um er spurt stofnaði borgina Leicester, eins og nafn borgarinnar gefur til kynna.
2. vísbending
Jæja, var þetta svona rosalega flókið hjá mér? Ókey, skellum okkur þá beint í 2. vísbendingu: Þegar sagt var í fyrstu vísbendingu að maðurinn hefði komist til valda árið 3015 (takið eftir þátíðinni), þá var ekki átt við 3015 e. Krist, heldur 3015 frá sköpun heimsins, að því er þá var talið. Maðurinn bjó á …
Miðvikudagsgetraun
Jæja, þá er komið að miðvikudagsgetrauninni. 1. vísbending: Maðurinn sem um er spurt komst til valda árið 3015. Hann er afkomandi Arthúrs konungs og fornsagnakappans Eneasar. Faðir þessa manns var gæddur þeim hæfileika að geta flogið. – Hver er maðurinn?
Blair á bláþræði?
Besti bloggarinn ver miklum tíma í að fylgjast með breskum stjórnmálum. Raunar fáránlega miklum tíma og orku. Á hverjum degi renni ég yfir helstu fregnir í 5-6 breskum blöðum á netinu og les greinar eftir helstu pistlahöfunda og leiðara sumra blaðanna. Já, ég veit að þetta nálgast þráhyggju… Eftir að hafa fylgst með fréttum undanfarna …