Súr ber

Eftir því­ sem ég hugsa meira um þetta hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Sendibí­labikarkeppni Þrastar (L.D. Vans Trophy) sé nauðaómerkileg. Raunar er bara gott að falla strax úr keppni en að ómaka sig á þessum leiðindum og taka sénsinn á að missa leikmenn í­ meiðsli. Sú staðreynd að Luton var kjöldregið gegn Southend …

Stalín og ljósaperan

Tveir hressir hópar af tí­undubekkingum úr einum Grafarvogsskólanum heimsóttu Rafheima í­ morgun. Góðir hópar og áhugasamir, en ekki eru þau með ævisögur uppfinningamanna vel á hreinu. Spurði þau hver hefði fundið upp ljósaperuna. Fékk ýmsar góðar tilgátur: i) Benjamí­n Framklí­n ii) Þessi sem þú varst að tala um – þarna Volta iii) Hét hann ekki …

Góð knæpa

Það er alltaf fagnaðarefni þegar opnaður er almennilegur bar í­ Reykjaví­k. Þótt staðirnir séu margir, þá eru flestir ákaflega rýrir í­ roðinu. Fór í­ göngutúr með karli föður mí­num í­ gærkvöld. Stoppuðum í­ einn bjór í­ miðbænum. Fyrir valinu varð hollenskur pöbb í­ Hafnarstrætinu, þar sem áður var rekinn strí­piklúbbur. Þetta er greinilega hinn besti …

Guðbergur er snillingur

Veislustjórnin á jólarannsóknaræfingunni tókst þolanlega held ég. Vonandi verð ég þó ekki plataður í­ þessi ósköp aftur í­ bráð. Guðbergur Bergsson flutti frábæran fyrirlestur um buxur og þá sérstaklega gallabuxur. Pólití­sku kaflarnir voru bestir. Maturinn var óvenju góður miðað við jólahlaðborð. Raunar alveg stórfinn hjá þeim Apóteksmönnum. Reyndar sleppti ég eftirmatnum sem virtist samanstanda af …

Illfygli?

Þættirnir um Andy Richter verða betri og betri. Þátturinn í­ gær var snilld. Ég minnist þess ekki að hafa hlegið jafn mikið í­ lengri tí­mi og að lokabrandaranum, þar sem Irina, rússneska kærasta Andy Richters – sem er full ranghugmynda um dýrarí­kið og liggur ekki á kenningum sí­num – reyndi að dáleiða ljón (sem hún …

2. vísbending

Jæja, var þetta svona rosalega flókið hjá mér? Ókey, skellum okkur þá beint í­ 2. ví­sbendingu: Þegar sagt var í­ fyrstu ví­sbendingu að maðurinn hefði komist til valda árið 3015 (takið eftir þátí­ðinni), þá var ekki átt við 3015 e. Krist, heldur 3015 frá sköpun heimsins, að því­ er þá var talið. Maðurinn bjó á …

Miðvikudagsgetraun

Jæja, þá er komið að miðvikudagsgetrauninni. 1. ví­sbending: Maðurinn sem um er spurt komst til valda árið 3015. Hann er afkomandi Arthúrs konungs og fornsagnakappans Eneasar. Faðir þessa manns var gæddur þeim hæfileika að geta flogið. – Hver er maðurinn?

Blair á bláþræði?

Besti bloggarinn ver miklum tí­ma í­ að fylgjast með breskum stjórnmálum. Raunar fáránlega miklum tí­ma og orku. Á hverjum degi renni ég yfir helstu fregnir í­ 5-6 breskum blöðum á netinu og les greinar eftir helstu pistlahöfunda og leiðara sumra blaðanna. Já, ég veit að þetta nálgast þráhyggju… Eftir að hafa fylgst með fréttum undanfarna …