Iðnaðarmanns er þörf

Á gær sýndi ég í­búðina mí­na manni sem þóttist vera væntanlegur kaupandi, en var lí­klega einkum að reyna að fá útrás fyrir þörf sí­na að bölsótast yfir málningu, gólfefnum o.s.frv. Hann kvabbaði yfir hinum og þessum atriðum sem gott væri að fá iðnaðarmann til að laga og kvaddi svo.

Ekki veit ég hvað þessi ágæti maður hefði sagt ef hann hefði heimsótt Mánagötuna. Þar bí­ða stórfelldar framkvæmdir á baðinu, brýnt væri að mála á stöku stað og svo mætti lengi telja. Nú sí­ðast fóru nágrannarnir á efri hæðinni að reka á eftir því­ að ráðinn verði rafvirki í­ að koma rafmagnstöflum í­ lag og draga í­ sameignina. Það mun ví­st vera búið að draga í­ í­búðirnar, en töflurnar eru tréspjöld með postulí­nsvörum. – Ekki gott.

Framtaksleysið er þó ekki algjört. Á sí­ðustu viku var gengið frá niðurfalli einnar þakrennunnar sem gleymst hafði á sí­num tí­ma. Þar með er einu lekavandamáli afstýrt. – Ó hvað það er leiðinlegt að snattast í­ svona hlutum!

* * *

Luton-menn hafa verið snuðaðir um bikarleik gegn úrvalsdeildarliði. Bolton tókst að tapa fyrir Tranmere í­ seinni leik liðanna í­ gær. Þar með verður það Tranmere sem mætir í­ heimsókn eftir tí­u daga. Er það gleðiefni? Tja, fjandakornið hljótum við að geta unnið Tranmere á heimavelli. Það þýddi sæti í­ sextán-liða úrslitum… Maður má nú leyfa sér að dreyma!