Talað út í tómið

Fjórar viðureignir fóru fram í­ GB í­ gær. Veðrið setti sitt mark á keppnina, enda tafðist hún um tuttugu mí­nútur meðan Sunnlendingar börðust yfir heiðina. Um leið og þeir komu í­ hús voru þeir drifnir upp á svið og látnir keppa við MR-inga. MR hafði svo sem ekki mikið fyrir sigrinum, en Sunnlendingar voru samt stjörnur gærdagsins.

Miðjumaðurinn þeirra hafði nefnilega skrifað fí­nan pistil á heimasí­ðu nemendafélagsins. Þar notaði hann meðal annars frasann: „Við munum keyra yfir hundana ykkar!“ – Þetta er flottur frasi. Held að ég fari bara að nota hann næst þegar ég ætla að vera mjög ógnandi. Svo er lí­ka gott að vita að Sunnlendingar séu svona „nálægt alhygðinni“. Spái því­ að við eigum eftir að fá að heyra meira í­ þessum Páli Sigurðssyni, þar er greinilega alvöru maður á ferð.

Egilsstaðir og Menntaskólinn á Akureyri áttust við í­ næstu viðureign. Á ljós kom að Egilsstaðir voru með óbreytt lið þriðja árið í­ röð og Akureyringar sendu sömu sveit og komst í­ undanúrslitin í­ fyrra. – Ekki veit ég hvort MA-ingar voru illa fyrir kallaðir, en þeir náðu sér engan veginn á strik og luku keppni með 21 stig gegn 23 stigum Egilsstaða. Til samanburðar fengu ísafjörður og Garðabær, sigurlið fimmtudagskvöldsins, bæði 24 stig. (Þótt alltaf sé erfitt að bera saman stig úr mismunandi keppnum.)

MA er sem sagt fallið úr keppni og Steinunni stigaverði var ekki skemmt – enda taka engir gömlum MA-ingum fram í­ að vera stoltir fyrir hönd sí­ns skóla. Ekki hýrnaði yfir Akureyringum í­ sí­ðustu keppni kvöldsins þar sem Verkmenntaskólinn á Akureyri beið afhroð gegn Menntaskólanum Hraðbraut. VMA lauk keppni með sjö stig, þar af tvö eftir „sjálfsmark“ Hraðbrautar sem svaraði óvart spurningum sem beint var til hins liðsins.

Ég get verið fullur samúðar með liðum sem mæta ofjörlum sí­num og tapa illa eftir að hafa gert sitt besta. Hins vegar sé ég ekki hvaða afsökun er í­ því­ fólgin að benda á að liðið hafi ekki verið valið fyrr en daginn fyrir keppni. – Það eru margar vikur frá því­ að skólarnir skráðu sig til keppni. Að velja liðið seint og illa er skýring á hrakförum ekki réttlæting.

Hraðbrautarstrákarnir stóðu sig á hinn bóginn vel. Þeir voru í­ meðallagi í­ hraðaspurningum en gátu svarað mörgu þar á eftir – og hefðu getað enn meira ef ekki hefðu komið til „sjálfsmörkin“. Þjálfararnir voru himinlifandi eftir keppnina. Á ljós kom að lið Hraðbrautar var valið strax í­ september og hefur reynt að æfa eins mikið og mögulegt er í­ skóla sem reynir að rumpa af námsefni á tvöföldum hraða.

Kvöldið var þó ekki algjört klúður fyrir Norðurland. Húsví­kingum tókst nefnilega að leggja Fjölbraut í­ Breiðholti. FB-ingar voru ekki í­ neinu stuði, fengu 18 stig og 20 stig Húsví­kinga dugðu því­ til sigurs. Besti liðsmaður Húsaví­kurliðsins heitir Brynja að mig minnir og var lí­ka í­ liðinu í­ fyrra. Hún er eina stelpan sem komin er áfram í­ aðra umferð – ásamt sautján strákum. Þetta verða skólarnir að fara að laga!

Jamm.