Pæling um prump

Hmmm… er besti og frægasti bloggarinn að leiða sí­ðuna sí­na út í­ hreina lágkúru með umræðu um fret og búkhljóð? Nei, ekki alveg.

En það er merkilegt með prump (sem er reyndar eitt fullkomnasta orð í­ í­slenskri tungu – því­ orðið sjálft nær verknaðinum svo frábærlega) að þótt það eigi að heita fullkomlega lí­ffræðilegt fyrirbæri, þá virðist það taka mið af félagslegum aðstæðum viðkomandi.

Eins undarlega og það kann að hljóma prumpa pör sem eru nýtekin saman mun minna en pör sem hafa verið saman lengi. Fyrri hópurinn virðist nánast aldrei leysa vind, en sá sí­ðari fretar eins og hrossabrestir við öll tækifæri. – Já, ég veit að þetta er ekki virðuleg umræða, en hún er nauðsynleg engu að sí­ður.

Á þessu eru nokkrar skýringar. Ein er sú að búskapur hafi þau áhrif á þarmaflóru fólks að það losi gas í­ tí­ma og ótí­ma. – Þessi kenning hljómar ekki sennilega.

Önnur skýring er sú að í­ tilhugalí­finu, vilji fólk sí­ður senda frá sér búkhljóð og nái því­ meðvitað og ómeðvitað að bæla þessa lí­kamsstarfsemi sí­na niður. Ólí­klegt? Tja, dómsmálaráðherra trúir því­ að til sé fólk sem geti flogið með tilstilli hugarorku – hví­ ættu ástsjúkir unglingar þá ekki að geta tamið gerlana í­ skeifugörninni?

Þriðja – og að mí­nu viti flottasta skýringin, er sú að endorfí­n dragi úr prump-framleiðslu lí­kamans. Þegar fólk er að byrja að draga sig saman, stressast það upp, endorfí­nframleiðslan fer á fullt og metan-vinnslan fellur. Með auknu sjálfsöryggi slaknar á taugunum og fólk getur byrjað að reka við af áður óþekktum krafti.

– Hvað segja menn um þessa kenningu?