Á gær sendi ég inn skeyti á spjallsvæði Framara og velti vöngum um stöðu kvennaboltans innan félagsins. Eitthvað hafði ég heyrt um að fjórði flokkur stúlkna hefði verið að gera góða hluti í fyrra og að nú yrði tekist á við þriðja flokkinn.
Ekki leið nema klukkutími þar til ég fékk símtal. Á ljós kom að Stebbi Kalli, frændi minn og nágranni um árabil, er orðinn þjálfari þriðja flokksins. Þetta eru mikil gleðitíðindi. Á fyrsta lagi vegna þess að Stebbi frændi mun vera snjall unglingaþjálfari og á eflaust eftir að standa sig frábærlega í þessu hlutverki, en ekki síður vegna þess að hann hefur alltof lengi verið á valdi helv. KR. – Batnandi mönnum er best að lifa og ég sé fram á að innan fárra ára verði Stefán Karl Kristjánsson orðinn sanntrúaður Framari. 7,9,13…
* * *
Ban Thai er góður veitingastaður, en vei þeim sem álpast til að panta sterkasta karrý-rétt hússins. Meltingarfærin eru fyrst núna að komast í lag eftir laugardagskvöldið…
* * *
Og svo mæta náttúrlega allir á mótmælin á laugardag kl. 12.
Þá leggja Íslendingar sitt af mörkum í alþjóðlegum aðgerðum á ársafmæli íraksstríðsins.