Við safnamenn (eða safnmenn eins og fagfélagið vill víst að við köllum okkur) höfum undirgengist strangar siðareglur, sem meðal annars banna okkur að selja eða gefa safngripi. Öðru máli gegnir um dót sem ekki hefur verið formlega tekið inn á safnskránna. Því drasli má henda eða selja í brotajárn.
Nú stend ég í tilfærslum í geymslum safnsins, með það í huga að fá viðbótarrými fyrir Rafheima. Þá þarf eitthvað að víkja.
Meðal þess sem ég vil losna við er Encyclopædia Britannica frá árinu 1966 í rúmlega 20 bindum. Ef einhver er nógu galinn til að vilja eignast lönguúrelta alfræðiorðabók, sem þess utan má lesa frítt á netinu, þá má sá hinn sami skrá sig í athugasemdakerfið hér á síðunni og ná í allt heila klabbið. – Fyrstir koma, fyrstir fá.
Fái ég engin viðbrögð innan skamms tíma fer þetta beint á haugana.