Pæling:
Sírnir félagi minn skammaðist einhverju sinni yfir þeirri áráttu Svía að kalla stofnanir vitlausum nöfnum. Að hans sögn fara Svíar ekki í bankann til að greiða reikninga, heldur í pósthúsið. En vei þeim sem halda að hægt sé að póstleggja bréf eða sækja böggla til póstsins – það er gert í kjörbúðinni. Skrítið!
En líklega erum við Íslendingar að þróast í sömu átt. Á það minnsta stefnir í að allt bensín verði selt á bílaplönum súpermarkaða. Enginn mun lengur kaupa bensín á bensínstöðvum, sem innan tíðar munu fjarlægja allar dælur. Þess í stað munu bensínstöðvar einbeita sér að því að selja pulsur og mjólk.
* * *
Sandkassaleikur ársins er í fullum gangi á spjallvef Blaðamannafélagsins. Hvet alla til að lesa frábærlega fyndinn spjallþráð. Gaman að fjölmiðlafólk geti verið svona vanstillt og fljótt að æsa sig. Ef einhverjir ættu að átta sig á mikilvægi þess að anda með nefinu og telja upp á tíu áður en færslur eru sendar út…