Elvis er dauður

Elvis A. Presley er látinn. Hann dó þann 26. aprí­l sl.

Hér er þó vitaskuld ekki um að ræða tónlistarmanninn Presley, heldur Herbert A. Baer sem vann stærstan hluta starfævi sinnar hjá málmbræðslufyrirtæki og var Presley-eftirherma í­ frí­stundum.

írið 1978 lét Herbert breyta nafni sí­nu í­ þjóðskrá í­ Elvis A. Presley, rokkkóngnum til heiðurs. Það var fallega gert.

* * *

Og úr því­ að maður er kominn í­ dánarfréttir og jarðafarir: Fyrsta Playboy-kaní­nan er látin.

* * *

Danni bloggar um Júróvisí­ón og bendir á atriði sem farið hafði fram hjá mér. Það vantar nokkrar þjóðir í­ keppnina – þar á meðal Lúxemborg sem hefur meira að segja náð að vinna hana ef ég man rétt. Þetta er skrí­tið mál.