Baldur Ágústsson

Hver er eiginlega þessi Baldur ígústsson?

Hvers vegna finn ég ekkert um þegar ég gúggla nafninu hans?

Og – það sem meira er um vert – hvers vegna fæ ég skilaboðin: „Forbidden
You don’t have permission to access / on this server.“
þegar ég reyni að skoða heimasí­ðu framboðsins?

Á einhverjum útvarpsþættinum í­ gær var haft eftir frambjóðandanum að „fólk þekkti stefnumál hans af blaðaskrifum hans í­ gegnum tí­ðina“. Finn samt ekki mikið í­ gagnasafn Moggans, nema nokkra pistla um fí­kniefnavandann.

Er Baldur þessi sá sami og reyndi að kynna til sögunnar „rafskutlur“ fyrir fótafúna fyrir fjórum árum? Um hana sagði Mogginn á sí­num tí­ma: „Skutlan er í­ raun þrjú tæki í­ einu, því­ með einföldum hætti má breyta útivistarfjórhjóli í­ lipurt þrí­hjól eða rafknúinn stól til heimilisnota. ímsan aukabúnað má fá með rafskutlunni í­ samræmi við þarfir hvers og eins, allt frá innkaupakörfum til festinga fyrir súrefniskút, frá öryggisbelti til aftaní­kerru.“

Það væri ekki ónýtt að fá forsetaframjóðanda sem færi allra sinna ferða á rafskutlu…