Nálægð

Fórum í­ Vesturbæjarlaugina á tí­unda tí­manum í­ gærkvöld. Þrusufí­nt að fara í­ sund á kvöldin. Geri ráð fyrir að við höldum þeim sið áfram þótt baðið fí­na komist í­ gagnið með tí­ð og tí­ma.

Við fataklefana lenti ég í­ kunnuglegri aðstöðu. Var með skáp númer 102 og hinn maðurinn sem sjáanlegur var á svæðinu hafði fengið næsta skáp við hliðina. Eins og hann gæti lesið hugsanir mí­nar, fór hann að ræða um „grenndarvandamálið“ í­ Vesturbæjarlauginni – að þetta gerðist í­ sí­fellu, að laugin væri tóm en þessir fáu gestir væru þó eins og sí­ldar í­ tunnu.

Ég samsinnti og stakk upp á að skýringin gæti verið sú að starfsfólk laugarinnar vildi að gestir kynntust betur. Að lokum afréðum við að spyrja baðvörðinn. Hann vildi ekki við neina slí­ka hugmyndafræði kannast. Uppástóð að fólkið í­ afgreiðslunni tæki lykla af handahófi og hreinar tilviljanir réðu því­ að flestir laugargestir fengu nágranna. – Raunar sagðist hann lí­tið geta tjáð sig um það hvernig staðan væri í­ kvennaklefanum, en bjóst við að það væri svipað.

Einhvern veginn er ég samt ekki sannfærður…

* * *

Hádegisfundur hjá SHA. Þangað mæta allir góðir menn.

* * *

Góð ábending hjá vinnufélaganum. Alltof margir (þar á meðal ég) eiga það til að tala fjálglega um lyf og virkni þeirra án þess að vita í­ raun nokkurn skapaðan hlut um þau.

* * *

Steinunn fékk óvænt hringingu í­ morgun frá Sankti Jó. Hún var kölluð suður eftir og ef ekkert óæskilegt kemur út úr prufunum leggst hún inn fram á föstudag. Það er hið besta mál, enda er hún orðin hálftuskuleg um þessar mundir. Vænn skammtur af sterum ætti að kippa því­ í­ liðinn. Júróvisí­on-partý verða hins vegar afþökkuð í­ ár.

Jamm.