Kvöldsagan á Mánagötunni er smásaga eftir Tove Jansson um múmínálfana, úr safnriti á norsku þar sem birtar eru saman smásögur, kvæði, mataruppskriftir og myndir úr ýmsum múmínálfabókum og af öðrum vettvangi.
Hér er nánar tiltekið um að ræða fyrstu söguna um múmínálfana, en síðar áttu persónurnar eftir að taka verulegum breytingum í meðförum höfundarins bæði hvað varðar útlit og hegðun.
Fyrir það fyrsta eru múmínálfarnir agnarsmáir. Mæðginin ferðast um, en múmínpabbi er horfinn á braut – farinn á flakk með hattíföttunum. Umhverfið er ekki kyrrt og friðsælt heldur geggjað og yfirþyrmandi. Allskyns kynjaskepnur og skrímsli eru á hverju strái, en því er ekki að heilsa í bókunum (nema þá helst í Endurminningum múmínpabba.)
Hins vegar er hugmyndin um að forfeður múmínálfanna hafi hafst við í örnum þegar komin til sögunnar, enda þess getið sérstaklega að múmínálfar kunni ekki að meta miðstöðvarkyndingu.
Forfaðirinn í arninum er einhver skemmtilegasta aukapersóna bókaflokksins.
Jamm.