Mublur

Hrönn og Svenni flytja senn í­ Hafnarfjörðinn í­ nýja og fí­na í­búð. Þau hafa því­ innkallað borðstofuborðið sitt sem staðið hefur á Mánagötunni um árabil. Þetta hefur í­ för með sér vandamál en jafnframt sóknarfæri fyrir okkur Steinunni.

Eigum við að taka upp japanskt borðhald, þar sem gestir sitja á hækjum sér á gólfinu? Eigum við að nota tækifærið til að koma upp vinnuaðstöðu í­ gesta-/bóka-/draslherberginu og venja okkur af þeim ósið að vinna við tölvuna í­ stofunni? Eða eigum við kannski bara að finna okkur svipað borð (helst þó aðeins minna) í­ Góða hirðinum? – Hér er svo sannarlega úr vöndu að ráða.

Eftir stendur að heimilið vantar hillur fyrir hvort tveggja bækur og geisladiska. Spurning hvort ég ætti ekki að bjalla í­ Lánasjóðinn og útskýra fyrir þeim að endurnýjunar og nýbygginga sé þörf í­ búslóðarmálum. Eflaust munu þeir hafa fullan skilning á því­ og hætta við að byrja að rukka mig um greiðslur á námslánum í­ ár.