Eftir að hafa spáð Grikkjum sigri í EM, áður en fjórðungsúrslitin byrjuðu og uppskorið hæðnishlátur flestra, er ég nú með pálmann í höndunum.
Grikkir eru langflottastir. Hef ekki séð traustari vörn og meiri baráttu í einu liði í óratíma. Fyndið að grísk lið hafa einmitt verið þekktari fyrir einstaklingsframtak og prímadonnur…
Rehagel mun taka við þýska landsliðinu eftir keppnina, hvernig svo sem leikurinn fer á sunnudag.
Annars er slæmt að hafa ekki fengið Hollendingana í úrslitin. Held að Grikkir hefðu átt í mun minni vandræðum með þá. Portúgalir brenndu sig á grísku vörninni í upphafsleiknum og gætu alveg komið með krók á móti bragði.
* * *
16-liða úrslit í bikarkeppninni byrja í kvöld. Mörg minni lið sem ég hef gaman af að fylgjast með eru enn í keppninni. Þar á meðal Reynir Sandgerði. Hef elltaf þótt vænt um Reyni eftir sumarið sem ég vann fyrir Sandgerðinga. – Vonandi komast þeir í fjórðungsúrslitin.
Passa mig samt á að spekúlera ekkert of mikið í þessu. Það er nefnilega mikið jinx að liggja yfir hinum bikarleikjunum áður en maður er sjálfur kominn áfram.
Það væri samt ekki leiðinlegt ef Njarðvíkingunum tækist að…