Vaknaði klukkan 8:20 við að vinnugemsinn hringdi. Á hann flytjast sjálfkrafa allar hringingar í síma Minjasafnsins.
Á línunni var starfsstúlka á einhverju hóteli eða sjoppu. Var að hringja fyrir hönd einhvers túristans sem vildi fá að vita hvenær væri opið á safninu og hvernig best væri að komast í strætó?
Klukkan 8:20 á laugardagsmorgni??? Þetta kalla ég orkusöguaðdáanda!
* * *
Erna varpar fram áleitnum spurningum um sögu Múmínálfabókanna. Þessa gátu verður að leysa!
* * *
Bara fyrirsjáanleg úrslit í bikarnum til þessa. Er það gott eða vont? Nú er afar sjaldgæft að 16-liða úrslitin geti ekki ekki af sér a.m.k. ein óvænt úrslit. – Ekki það að auðvelt sé að segja til um það á síðustu og verstu tímum hvort FRAM eða Keflavíkur-sigur sé óvæntari úrslit.
* * *
Stefnan er tekin á fund í viský-klúbbi Hótels Holts kl. 17. Steinunn mætir. Held ég sitji samt einn að viskýinu.