Marshall

Jæja, greinin mí­n um Marshall-aðstoðina og Sogsvirkjunina birtist í­ Mogganum í­ morgun. Reyndar breytti Mogginn einni setningu í­ greininni í­ millifyrirsögn og breytti orðinu „Marshallfé“ í­ „Marshall-fé“ alls staðar í­ textanum, sem mér finnst ljótara. Breytir svo sem ekki miklu.

Frumkvæðið að greininni kom frá yfirmönnum mí­num. Þeir eru viðkvæmir fyrir því­ þegar Einar Oddur, Kristinn H. Gunnarsson o.fl. kyrja sönginn um að Sogið hafi verið reist fyrir gjafafé. Það er ekki rétt.

Reyndar, ef einhver virkjun var reist fyrir óeðlilega hagstæð gjafa- og lánsfjárkjör, þá var það Steingrí­msstöð – efsta virkjunin í­ Soginu. Hún var hins vegar fyrst og fremst reist af rí­kinu, sem jók með henni eignarhluta í­ Sogsvirkjunum á kostnað Reykjaví­kur.

Ef menn vilja fara í­ afturvirkar reikningskröfur varðandi eignarhluta í­ Landsvirkjun og leggja siðferðislega mælistiku á það hvernig einstakra eigna var aflað, þá væri nær að segja að hlutur rí­kisins hafi verið of stór og Reykjaví­kur of lí­till þegar til fyrirtækisins var stofnað. Slí­ka loftfimleika ætla ég þó að láta þingmönnum Vestfjarða eftir.

* * *

Leikurinn í­ gær var afleitur. Huggaði mig við að Ómar kom inn í­ liðið og eins hljóp Heiðar Geir mikið og barðist vel. Landið verður að fara að rí­sa á fimmtudaginn í­ Kebblaví­k.

Hitti Kjartan Másson fyrir leik. Hann tók lí­klega feil á mér og einhverjum öðrum, því­ hann heilsaði mér með virktum og fór að spjalla um daginn og veginn. Þegar hann fattaði loks að við þekktumst ekkert var ekki aftur snúið þannig að við ræddum fram og til baka um kosti og galla FRAM og Keflaví­kur, hvernig vörn væri best að spila og samglöddumst yfir sigri Grikkja á EM. Kjartan er einhver litrí­kasti karakterinn í­ í­slenska boltanum.