Þjóðarsjoppan

Eru bloggsí­ður fjölmiðlar 21. aldarinnar? Eru sjónvarp og dagblöð deyjandi miðlar? Mun kynslóðin sem nú er að vaxa úr grasi leita til Betu rokk frekar en Boga ígústssonar til að fá fréttir af umheiminum? Kannski – kannski ekki…

Hvað sem því­ lí­ður er besti og frægasti bloggarinn með puttann á púlsinum. Sí­ðustu misserin hefur verið staðið fyrir vali á þjóðarfuglinum, þjóðarblóminu og eflaust einhverju fleira þjóðar-hitt og þetta. Hvers vegna ekki, í­ kapí­talí­sku samfélagi, að velja þjóðarsjoppuna?

Næstu daga verður hér á sí­ðunni staðið fyrir vali á þeirri sjoppu sem telja má þjóðarsjoppu Íslendinga. Það getur verið sjoppa sem þykir skara fram úr hvað gæði, verð eða þjónustu varðar – en einnig getur það verið sjoppa sem talin er ná að fanga „þjóðarandann“ betur en gengur og gerist. Jafnframt kemur til greina að veita nostalgí­u-viðurkenningar sjoppum sem hætt hafa starfsemi og verður þess þá farið á leit við bæjarstjórnir í­ viðkomandi sveitarfélögum að þær haldi minningu þess eða þeirra söluturna á lofti, t.d. með því­ að setja upp minningarskildi eða lágmyndir.

Fyrsta kastið verður tekið á móti tilnefningum, í­ athugasemdakerfinu hér að neðan, í­ gegnum tölvupóst (stefan.palsson@or.is) eða á förnum vegi. Tilnefningum (sem mega vera rökstuddar) verður safnað saman og að nokkrum tí­ma liðnum verður blásið til atkvæðagreiðslu. – Og öfugt við rí­kisstjórnina mun ég ekki reyna að hafa kosningaréttinn af alþýðu þessa lands…

* * *

Kebblaví­k-FRAM í­ kvöld. Verður þetta leikurinn þar sem gæfa okkar snýst? Hans Fróði meiddur, en ef marka má heimasí­ðu klúbbsins er góður andi meðal hinna leikmannanna. Vonandi er nýi Daninn hörkutól!