Það er reimt í kofanum.
Ekki hefði ég reyndar trúað því í innan við 40 ára gömlu húsi, en staðreyndirnar tala sínu máli.
Hurðir sem búið var að læsa reynast opnar. Kveikt er á útvarpi í lokuðu herbergi. Mannaferðir heyrast en enginn kemur í ljós. Og svo eru það hinar sífelldu og hvimleiðu senur þegar rafmagnsleikfangið sem Óli Guðmunds föndraði – hrekkur í gang að sjálfu sér.
Það er greinilegt að framkvæmdirnar í hliðarsalnum í Rafheimum hafa raskað ró einhvers rafmagnsmóra. Verði honum að góðu. Ekkert bendir til annars en að um vinalegan draug sé að ræða, sem finnst skemmtilegt að fikta í rafmagnsdóti og er andsnúinn læstum hurðum. Held við eigum ekki í vandræðum með að aðlagast þessu – enda hálgerðir safndraugar sjálfir.
* * *
Luton spilar við Ajax í lok mánaðarins. Nú væri gaman að stökkva til Englands!
* * *
CHOPIN 2004 – er enn í fullum gangi. Fljótlega verður hætt að taka við nýjum tilnefningum, valið verður úr þeim og svo hefst keppnin. Hún verður með útsláttarfyrirkomulagi.
Ójá.