CHOPIN 04

Og keppnin er hafin, CHOPIN 2004 – valið á bestu sjoppu Íslands í­ þjóðvega- og þéttbýlisflokkum er hafin.

Rétt er að taka fram áður en lengra er haldið að dómari keppninnar og aðstandandi hefur fullt úrskurðarvald varðandi öll vafaatriði. Ég vel liðin sem fá að keppa, úr fjölda tilnefninga. Þeir sem ekki fá að vera með þurfa að bí­ta í­ það súra epli, en kannski verður ný keppni að ári með öðrum sjoppum (svona eins og í­ Popppunkti.)

Skilgreining mí­n á þéttbýli vs. þjóðvegum er fljótandi. Þjóðvegasjoppur hljóta þó almennt séð að teljast þær sjoppur sem eru ferðalangamiðaðar, en þéttbýlissjoppur með staðbundnari markhóp.

Dregið hefur verið í­ 16-liða úrslit og verður keppt með útsláttarfyrirkomulagi. Hægt er að kjósa með því­ að skrifa í­ athugasemdakerfið, senda mér tölvupóst á stefan.palsson@or.is eða hitta mig á förnum vegi. (Athugið, ekki er nauðsynlegt að kjósa um allar viðureignir.)

Til að auka spennu verður viðureignunum dreift yfir nokkra daga, en strax á fimmtudaginn mun liggja fyrir hverjar verða fyrstu sjoppurnar til að komast í­ fjórðungsúrslit. Við byrjum á tveimur viðureignum í­ hvorum flokki:

Þjóðvega-Chopin 2004

* 1. viðureign: Söluturninn/verslunin Baula gegn Litlu kaffistofunni
Hér mætast stálin stinn. Baula er rekin af gömlum mótorhjólatöffara sem er dyggur stuðningsmaður Vinstri grænna. Ómissandi viðjomustaður allra þeirra sem dvelja í­ sumarbústöðum á Munaðarnesssvæðinu. FJöldi fólks ekur í­ gegnum Borgarnes án þess að stoppa, en lætur Baulu aldrei fram hjá sér fara.

Litla kaffistofan er stofnun í­ samfélagi þjóðvegasjoppa. Að sumra mati er hún of nærri Reykjaví­k til að ganga upp sem pissu- og pulsustopp. Gerir hins vegar út á skí­taveðrin í­ janúar og febrúar þegar heiðin teppist og hægt er að selja krókloppnum björgunarsveitarmönnum kakó. Hafa lí­ka opnað ví­si að í­þróttaminjasafni sem er mjög svalt.

* 2. viðureign: Fjallakaffi, kaffistofan á Möðrudal á Fjöllum gegn Þyrli í­ Hvalfirði.
Slagur tveggja gamalla risa sem farið hafa illa út úr samgönguframkvæmdum. Spölur gróf Hvalfjarðargöngin og fyrir vikið fer enginn um Hvalfjörðinn nema kræklingatí­nslufólk og Bubbi Morthens ef marka má auglýsinguna leiðinlegu. Þyrill má því­ muna sinn fí­fil fegurri, en kemst samt á blað. Sömu sögu er að segja af Fjallakaffi sem hlýtur að berjast í­ bökkum eftir að Vegagerðin flutti hringveginn.

Þéttbýlis-Chopin 2004

* 1. viðureign: Vikivaki gegn Hversdagshöllinni.
Ef bara væri keppt um svölustu sjoppunöfnin, þá væri þetta úrslitaleikurinn. Fleiri þætti verður þó að taka með í­ reikninginn. Sú spurning hlýtur til dæmis að vakna hvort knappur opnunartí­mi verði Vikivaka að falli? Hversdagshöllin er einnig úr alfaraleið. Báðar eiga þessar sjoppur þó harða kjarna aðdáenda.

* 2. viðureign: Skara-skúr á Seltjarnarnesi gegn Borgarsölunni á Akureyri.
Landsbyggðarslagur innan þéttbýlisflokksins. Skara-skúr, við sundlaugina úti á Nesi, kannast ég svo sem við. Þar er fáránlega langur matseðill fyrir litla sjoppu og hugkvæmnin mikil í­ matseldinni. Borgarsöluna tilnefndi Erna og ég ákvað að hafa bara hennar orð fyrir því­ að um góða sjoppu væri að ræða. Auk þess kristallar nafnið mjög vel þessa klassí­sku minnimáttarkomplexa Akureyringa, sem kalla allt sem þeir stofna „borgar“-hitt eða þetta. Eins og sagði eitt sinn í­ sniðugu blaði: Sumir kalla Akureyri „Parí­s norðursins“, aðrir tala fremur um „Siglufjörður suðursins“.

Og þar með er keppnin hafin…

* * *

Skrifaði um skoðanakönnun Fréttablaðsins á Friðarvefinn.

* * *

Stórleikur í­ Ví­kinni í­ kvöld. FRAM – Ví­kingur. Magapí­nan ágerist.