Leikar æsast

Staðan í­ þjóðarsjoppukeppninni, CHOPIN 2004, er æsispennandi. Reyndar má telja ljóst hvernig tvær af fyrstu fjórum viðureignunum fari, en hinar eru mun jafnari.

Þegar klukkan er að verða 17 á þriðjudegi er staðan þessi:

Þjóðvegasjoppukeppni

Baula 15 : Litla kaffistofan 6

Fjallakaffi 9 : Þyrill 14

Þéttbýlissjoppukeppni

Vikivaki 13 : Hversdagshöllin 1

Skaraskúr 8 : Borgarsalan 6

Jamm – þetta verður sögulegt.

* * *

Stebbi Hagalí­n hafði samband og benti á að Ajax sé ekki bara að fara að spila við Luton heldur lí­ka QPR. Það eru bara öll stórliðin í­ sömu ferð. Hvers vegna ekki að taka Oldham lí­ka og komplettera þannig gömlu gervigrasklúbbana?