Jæja, fyrstu viðureignum 16-sjoppu úrslitanna í CHOPIN 2004 er lokið. Úrslit fengust í þremur keppnum en einni lyktaði með jafntefli.
Baula sigraði Litlu kaffistofuna 20:11 og er þar með fyrsta sjoppan í fjórðungsúrslitum í þjóðvegaflokki.
Á þéttbýlisflokknum gjörsigraði Vikivaki Hversdagshöllina, 21:2 og Skaraskúr hafði betur gegn Borgarsölunni, 14:11.
Þyrill og Fjallakaffi á Möðrudal skildu jöfn, 18:18 í ótrúlega spennandi keppni, þar sem Fjallakaffi vann upp gott forskot Hvalfirðinga á lokasprettinum. Því verður gripið til bráðabana.
Reglurnar eru einfaldar. Fimm fyrstu sem kjósa í athugasemdakerfinu ráða úrslitum. Athugið að þeir sem hafa tekið þátt MEGA KJÓSA AFTUR.
Og við byrjum núna…