Næstu keppnir

Bráðabaninn var stuttur. Fjallakaffi fékk þrjú atkvæði og telst hafa sigrað 21:18.

En þá er komið að næstu viðureignum í­ CHOPIN 2004.

Þéttbýlisflokkur:

* Söluturninn Hallinn gegn Skalla í­ Hraunbæ.

Hér takast á ólí­kar hefðir í­ sjoppurekstri. Hallinn og Skallinn eru fulltrúar mismunandi gilda, þar sem sá fyrrnefndi hefur verið rekinn frá því­ að völvan var ung og sæt og selur geisladiska með hljómsveitinni Súkkat ef eftir er leitað.
Skalli er dæmigerð afurð ní­unda áratugarins og var einhver svalasta sjoppan áður en hún komst úr tí­sku. Sú var tí­ðin að Skalli rak sjoppu í­ Lækjargötu, en eftir að sókn Reykjaví­kur til fjalla hófst fyrir alvöru, hafa umsvifin að mestu verið bundin við írbæinn.

* Hamraborg á ísafirði gegn Bogga Bar í­ Keflaví­k.

Um þessar sjoppur veit ég lí­tið annað en það sem aðrir hafa staðhæft. Fullyrt er að heill kafli í­ Lonely Planet fjalli um Bogga Bar og einstæða hamborgara sem þar munu vera gerðir. Fulltrúi ísfirðinga í­ lesendahópnum mærir poppkornið í­ Hamraborginni. – Ef menn vilja reka frekari áróður fyrir þessum sjoppum er velkomið að gera það í­ athugasemdakerfinu.

Þjóðvegaflokkur:

* Brú gegn Staðarskála.

Keppni umferðarinnar ef ekki þúsaldarinnar! Íslenska þjóðin er klofin í­ tvær fylkingar. Sumir eru Brúarstubbar, aðrir Staðarskálkar. Sjálfur hafði ég aldrei á ævinni stoppað í­ Brú fyrr en við Steinunn fórum að leggjast saman í­ ferðalög. Hennar fólk er Brúar-trúar. Eftir á að hyggja er ótrúlegt að þetta samband hafi gengið upp.

* Söluskáli Kaupfélags Héraðsbúa á Egilstöðum gegn Söluskála Kaupfélags Skagfirðinga í­ Varmahlí­ð.

Sjoppurnar með löngu nöfnin keppa. Þetta verður eflaust spennandi.

Atkvæði berist með sama hætti og venjulega. Úrslit tilkynnt á föstudag.