Tölvupóstlisti sem ég er á (einn af mörgum) er nánast óstarfhæfur um þessar mundir vegna þess að tveir sem á honum eru þrátta um það hvort Ómar Ragnarsson eða Bessi Bjarnason hafi séð um happdrættisleikinn „Happó“. Gott væri að fá úr þessu skorið með óyggjandi hætti.
* * *
Á geggjun minni fór ég í gærkvöld að skafa málningu af baðhurðinni, sem ætlunin er að mála hið fyrsta. Þetta er verkefni til að gera hvern mann vitlausan. Þess utan eru nú málningarflyksur út um allt. Það er andstyggilegt fyrirbæri.
* * *
Sá viðtal við kvennabandið Nylon og fékk kjánahroll eins og venjulega. Er það ekki rétt skilið hjá mér að þær spili ekki nema þrjú lög? Og svo geta þáttastjórnendurnir haldið andlitinu meðan þeir spyrja þær út í væntanlega frægð í útlöndum…
* * *
Á fyrramálið á ég að tala á fundi norrænna Framsóknarmanna. Engar áhyggjur – ég er ekki orðinn Framsóknarmaður, hins vegar mæti ég sem formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga. Þetta verður eflaust áhugavert…
* * *
Andri Fannar og Gunni markvörður eru víst búnir að skrifa undir nýja samninga við FRAM. Það er góðs viti.
Heyrði af því að DV hefði tekið upp pistilinn okkar Vals af Fótbolta.net, en gleymt að geta okkar sem höfunda. Hólmsteinskan leynist víða…
* * *
Er annars dottinn niður í smá fótboltasögurannsókn heima fyrir. Eins mikið og skrifað hefur verið um íslenska íþróttasögu, þá man ég ekki eftir neinum sem skrifar um íþróttir í félagssögulegu samhengi. íbendingar um slík skrif óskast.
* * *
BSÁ vann Ríkið, 10:2 í þjóðarsjoppukeppninni. Enn er ólokið tveimur viðureignum í fjórðungsúrslitum en dregið verður í undanúrslit um helgina. Staðan:
Skaraskúr 6 : Hallinn 10
Vikivaki 7 : James Bönd 4
* * *
Víkingar taka á móti Keflvíkingum í kvöld. Að sjálfsögðu halda FRAMarar með Víkingum, enda elskum við þá eins og litlu bræður okkar. Spurning hvort þeir myndu gera það sama í okkar tilfelli…