Félag landfræðikennara hlýtur að hafa borgað Samúel Erni fyrir útsendingu gærdagsins frá setningu Ólympíuleikanna. Hvílík og önnur eins leiðindi!
„Hér sjáum við …(nafn á landi)… Þar búa x margar milljónir íbúa og það er x margir ferkílómetrar.“
Stundum fékk höfuðborgin að fljóta með.
Hvernig dettur mönnum í hug að þetta sé gott sjónvarp?
* * *
Fór í kvöldmat hjá tengdó í gær. Hún býr í Kjarrhólmanum, nánar tiltekið í Lönguvitlausu – fáránlega löngu blokkinni yfir Fossvogsdalnum. Fylgdist þar með leik Víkings og Kelfavíkur, enda varla annað hægt þar sem öskrin frá vellinum voru slík.
Óskaplegt klúður er það að tapa 2:3 eftir að komast 2:0 yfir. Þetta er feigðarlegt.
* * *
Ungu Framsóknarmennirnir voru vinalegir. Á ljós kom samt að ég ofmat hversu mikinn tíma ég hefði fyrir framsöguna. Umræðurnar voru miklu betri.
Ekki held ég samt að ég hafi átt mörg hugsjónasystkini á staðnum.
* * *
Sjoppukeppnin:
Hallinn vann Skaraskúr 13:6.
Enn er beðið úrslita í keppni Vikivaka og James Banda. Þar er staðan 8:5.
* * *
Sit einn í vinnunni. Hingað kemur enginn í þessu veðri og tölvupikkles kemur í veg fyrir að ég geti unnið neitt af viti. Blogga kannski aftur þegar úrslitin hjá Luton liggja fyrir.