Stórir dvergar

Hver er stærsti dvergur í­ heimi – og hver er minnsti risinn? Flestir hafa skemmt sér við rökfræðilegar þversagnir af þessu tagi.

Til skamms tí­ma hélt ég að bonsai-tré væru samkvæmt skilgreiningu dvergvaxin tré. Núna upplýsir Mogginn hins vegar að hægt sé að skoða stærsta bonsai-tré landsins. Hvenær hættir dvergtré að vera dvergtré og verður – tja, bara tré?

* * *

Komið heim úr Búðardalsferð um hádegisbilið. Meðal áhugaverðustu þátta ferðalagsins var ferð um Barðaströndina og sigling með Baldri yfir Breiðafjörð. Gengum í­ áttina að Sjöundá. Þangað hafði ég ekki komið áður, en Sjöundá hefur þó lengi verið mér kær.

* * *

Á kvöld verður étið skyr og hesthúsað aðalbláberjum. Sjálfur er ég þó meiri krækiberjakarl. Best er að blanda skyri og krækiberjum til helminga þannig að skyrið standi sjálft. Namm, krækiber!

* * *

Á tengslum við í­þróttakeppnir helgarinnar hef ég ákveðið að hefja miklar heitstrengingar. Ef í­slenska landsliðið vinnur Suður-Kóreumenn í­ fyrramálið mun ég taka til í­ bí­lnum mí­num og skola af honum skí­tinn.

Ef FRAMarar vinna KA-menn fyrir norðan á laugardag mun ég taka til á skrifstofunni minni.

Þeir sem séð hafa bí­linn minn eða skrifstofuna vita að þetta eru ekki litlar yfirlýsingar!

Jamm.