Bíllinn sleppur

Jæja, eftir úrslit morgunsins er ljóst að Volvoinn sleppur við tiltekt. Þó ætla ég að endurnýja heitið á þá leið að ef Ísland sleppur einhvern veginn áfram í­ fjórðungsúrslit verður ráðist í­ tiltekt. Þetta er ljóta sportið.

Þá er bara að setja sig í­ gí­rinn fyrir KA-leikinn á morgun og Torquay-leikinn hjá Luton.

* * *

Lou Reed í­ kvöld. Það er gaman. Vona samt að karlinn haldi sig frá þessum Edgar Allan Poe-lögum sí­num. Held að maður þyrfti að hafa lesið Poe til að hafa gaman af þeim.

* * *

Doktor Gunni fjallar um ársafmæli Skonrokks. Það er stöð sem fí­nt er að hlusta á í­ bí­lnum, en mikið óskaplega er lagaúrvalið fátæklegt.

Hvernig stendur til dæmis á því­ að eina Smiths-lagið sem þar fær að heyrast er „Panic“? Eru virkilega breiðurnar af fólki þarna úti sem finnst Panic æðislegt lag og fær aldrei nóg af því­, en sem þolir ekki neitt annað sem Smiths hafa sent frá sér?

Doktorinn hefur skotið Öxnadalsheiði og Grænum frostpinnum inn á play-listann, en hvar er t.d. Heimavistin helví­ti? Má ekki ætla að fólk sem fí­lar hin tvö lögin myndi lí­ka hlusta á smá af Bless?

Og hvaða Clash-aðdáandi myndi telja „Bank Robber“ eitt af þremur bestu lögum Clash? Er þetta ekki allt spilað af tölvu? Skiptir í­ raun nokkru máli þótt lagalistinn væri tvöfaldaður? Sví­narí­ er þetta!

* * *

Haukur hagnaður linkar á þessa frétt – þetta hlýtur að vera brandari… Eða hvað?