Jæja, eftir úrslit morgunsins er ljóst að Volvoinn sleppur við tiltekt. Þó ætla ég að endurnýja heitið á þá leið að ef Ísland sleppur einhvern veginn áfram í fjórðungsúrslit verður ráðist í tiltekt. Þetta er ljóta sportið.
Þá er bara að setja sig í gírinn fyrir KA-leikinn á morgun og Torquay-leikinn hjá Luton.
* * *
Lou Reed í kvöld. Það er gaman. Vona samt að karlinn haldi sig frá þessum Edgar Allan Poe-lögum sínum. Held að maður þyrfti að hafa lesið Poe til að hafa gaman af þeim.
* * *
Doktor Gunni fjallar um ársafmæli Skonrokks. Það er stöð sem fínt er að hlusta á í bílnum, en mikið óskaplega er lagaúrvalið fátæklegt.
Hvernig stendur til dæmis á því að eina Smiths-lagið sem þar fær að heyrast er „Panic“? Eru virkilega breiðurnar af fólki þarna úti sem finnst Panic æðislegt lag og fær aldrei nóg af því, en sem þolir ekki neitt annað sem Smiths hafa sent frá sér?
Doktorinn hefur skotið Öxnadalsheiði og Grænum frostpinnum inn á play-listann, en hvar er t.d. Heimavistin helvíti? Má ekki ætla að fólk sem fílar hin tvö lögin myndi líka hlusta á smá af Bless?
Og hvaða Clash-aðdáandi myndi telja „Bank Robber“ eitt af þremur bestu lögum Clash? Er þetta ekki allt spilað af tölvu? Skiptir í raun nokkru máli þótt lagalistinn væri tvöfaldaður? Svínarí er þetta!
* * *
Haukur hagnaður linkar á þessa frétt – þetta hlýtur að vera brandari… Eða hvað?