Þandar taugar

Úff. Leikur FRAM og KA er að hefjast. Rikki Daða meiddur. Ómar á bekknum. Þessi leikur má ekki tapast. Maginn er í­ hnút.

Hálfleikur hjá Luton og Torquay. Við erum 1:0 yfir. Steve Howard með markið. Hann er yfirburðasóknarmaður í­ þessari deild.

Ef við vinnum, verður það í­ fyrsta skipti í­ sögu Luton að liðið vinnur sigur í­ fyrstu fjórum deildarleikjum sí­num. Fimm sinnum hefur það gerst að liðið vinni fyrstu þrjá leiki. Þetta er efnilegt.

* * *

Hér var japanskur gestur á safninu. Hann reyndist vera vetnisgúrú sem er að kynna sér orkumál Íslendinga og hefur greinilega skí­tnóga peninga. Eftir að hann var búinn að skoða safnið í­ lengri tí­ma og ræða fram og aftur við mig, kvaddi hann og trí­tlaði út í­ leigubí­linn sem beðið hafði eftir honum í­ á annan klukkutí­ma með mælinn í­ gangi.

Jamm.