Leikurinn fyrir norðan varð eiginlega að vinnast, en ekki gekk það eftir. Af hverju þarf þetta alltaf að vera svona erfitt hjá okkur, ár eftir ár?
Verst er að Grindvíkingarnir eiga alltaf eftir að vinna á morgun. Þeir eru nefnilega að leika gegn KR-ingum og KR tapar ALLTAF þegar ég vona að þeir vinni. Það er ekki einleikið hversu fyrirmunað KR-ingum er að landa úrslitum sem eru mér að skapi.
Við það bætist að næsti leikur okkar er heima gegn KR og í þeim leikjum er gengi okkar vægast sagt herfilegt. Virðist þar engu skipta hvort KR-ingarnir eru sterkir eða slakir.
KA-menn mega heita fallnir og hafa ekki skorað í óratíma. Ekki er það nein huggun.
Helvítis helvíti…