Pönk

Skömmu eftir að ég var rekinn úr pönkhljómsveitinni Tony Blair, var ég fenginn til að róta – eða öllu heldur skipaður bí­lstjóri sveitarinnar. Sí­ðar var ég hækkaður enn í­ tign og gerður að umboðsmanni.

Nú er útlit fyrir að ég hafi reddað hljómsveitinni giggi – eða reyndar var það Steinunn sem reddaði gigginu, en það kemur á sama stað niður, ekki satt?

Tony Blair mun sem sagt trylla lýðinn á opnu húsi VG í­ Suðurgötu sí­ðdegis eða snemma kvölds. Þar verður hittarinn „Alltaf hlýtt á Hlemmi“ vitaskuld tekinn, „Cherie Blair“ – lagið sem Cherie Blair fékk ekki að hlusta á – verður frumflutt og heimildir mí­nar herma að jafnvel verði annað lag frumflutt á staðnum. Þetta verður merkilegt að sjá!

* * *

Alex Salmond snýr að lí­kindum aftur sem formaður SNP, skoskra þjóðernissinna. Það eru mikil tí­ðindi, því­ Salmond er með öflugri stjórnmálamönnum Bretlands í­ dag.

Þegar ég var í­ Edinborg sá ég einhverju sinni sjónvarpsþætti sem voru með sama sniði og „Pressukvöldið“ á Sjónvarpinu. Spyrlarnir þrí­r voru hins vegar ekki úr hópi fréttamanna heldur pólití­skra andstæðinga. Þá voru áhorfendur í­ salnum.

Spyrlarnir komu sem sagt frá íhaldsflokknum, Verkamannaflokknum og Frjálslyndum demókrötum. Þeir áttu í­ vök að verjast, en gerðu loks þau grundvallarmistök að hjóla í­ Salmond út af utanrí­kismálum. Annað eins burst hefur sjaldan sést í­ pólití­skum umræðuþætti eins og þegar Salmond sneri vörn í­ sókn og fór að spyrja spyrlana út í­ það hvort þeir styddu veru kjarnorkuflota Bretlands í­ Faslane-stöðinni.

Endurkoma Salmond í­ skosk stjórnmál gætu gert næstu þingkosningar áhugaverðar.

* * *

Newell var valinn þjálfari mánaðarins í­ 1. deildinni. Það er koss dauðans. Sá sem fær þann titil er í­ vondum málum og tapar einatt og iðulega öllum næstu leikjum sí­num.

Til að yfirvinna þessa bölvun verður gripið til heitstrenginga. Ef Luton tekst að sigra í­ Sheffield á laugardaginn mun ég taka til á skrifstofunni minni! Þetta er ekki lí­tið loforð.