Kaninkan hefur verið í skralli frá því um helgina, en er aftur komin upp. Því ber að fagna.
Ekki hefur þó margt á daga besta og frægasta bloggarans drifið þessa daga sem bloggfall hefur orðið.
Fótboltalandsliðið tapaði sem búast mátti við. Luton gerði jafntefli á útivelli gegn Sheffield Wednesday og í kvöld er frestaði leikurinn gegn Boston í deildarbikarnum.
Tengdapabbi, Helga og Magnea koma til landsins seinnipartinn. Verð frekar slappur gestgjafi, enda búinn að lofa mér í verkefni um allar trissur.
* * *
Tölvufyrirtækjum finnst töff að framleiða tölvur á diskadrifa. Það er mjög sniðugt í teoríunni en afar frústrerandi þegar á reynir. Nú stefnir í að ég þurfi að keyra hálfan bæinn til að skila af mér texta sem ég hefði annars getað sent með tölvupósti.
Framfarir voru kannski ágætar einu sinni, en þær eru fyrir löngu komnar út í öfgar.
* * *
íhugafólk um sjoppukeppnina verður að sína þolinmæði. Meðan tölvan mín er í vírusmeðferð hjá tölvudeildinni, verður bið á lokatölum. Það er því enn hægt að kjósa…
Jamm.