Á gær mætti ég í fyrsta sinn á karlaklúbbsfund. Ekki svo að skilja að ég ætli að gerast meðlimur í slíkum klúbbi, heldur var ég framsögumaður ásamt Ólafi Teiti Guðnasyni í umræðum um Fahrenheit 9/11. Myndin var sýnd áður en haldið var á veitingastað. Þá er ég loksins búinn að sjá þessa umtöluðu mynd.
Ólafur Teitur festist í einhverjum sparðatíningi í sinni ræðu. Sjálfur ræddi ég efnið á almennari nótum og held að það hafi gengið mun betur í þá Roundtable-félaga. Ólaf Teit hef ég alltaf kunnað vel við, bæði frá því að við vorum að keppa í ræðumennskunni í gamla daga og vegna þess að hann er bróðir Pétur Rúnars, sem við Sibbi kölluðum aldrei annað en Pétur djöful eða „djöfulinn“. Ekki veit ég hvort Sigfús myndi nota kölska-hugtakið jafnfrjálslega núna, eftir að hann varð prestur.
Merkilegt fyrirbæri karlaklúbbar.
* * *
Þráinn Berthelsson er bitri og súri karl dagsins. Fréttablaðspistill hans var í senn heimskulegur og smekklaus. Það er nokkuð góður árangur. Yfirleitt lætur Þráinn sér nefnilega nægja að vera ANNAí HVORT heimskulegur EíA smekklaus.
Annars á maður ekki að tala óvirðulega um menn sem eru á listamannalaunum Alþingis við að skrifa leynilögreglusögur…
* * *
Ég hef ekki rakað mig í tæpa viku. Er orðinn loðinn eins og uhyret frá Borneó. Það klæjar.