Textavarpið lýgur

íróðursherferð Textavarpsins gegn Luton Town virðist ekki ætla að linna. Á gær upplýsti Textavarpið að Luton hefði tapað sí­num fyrsta deildarleik í­ ár, gegn Tranmere á útivelli. Hið rétta er að Luton gerði jafntefli og er þá með 29 stig eftir 11 umferðir, með ní­u sigra og tvö jafntefli.

Hér er væntanlega um að ræða þöggun af verstu gerð, þar sem einhver Arsenal-maðurinn vill ekki horfast í­ augu við afrek okkar. Sem fyrr eru það einungis Luton, Wigan, Arsenal og Chelsea sem eru taplaus á tí­mabilinu. Óskandi að Liverpool skelli Chelsea á eftir.

Næsti Luton leikur er gegn Hartlepool á födtudagskvöld. (Flýtt um einn dag vegna landsleikja.)

* * *

Talsverður hópur safnaðist saman við Alþingi á föstudaginn og nýju SHA-merkin vöktu athygli. Helgi Hóseasson mætti í­ boði trúleysingjanna af vantrúarvefnum.

Úr því­ að farið er að ræða um friðarmálefni er fyllsta ástæða til að hvetja fólk til að mæta á fyrirlestur á þriðjudagskvöldið. Sjá auglýsingu hér.

* * *

FRAM er að gera góða hluti í­ handboltanum. Sá barningssigur karlanna á Þórsunum á föstudagskvöld. Ekki glæstasti sigur sem sögur fara af, en það er lí­fsnauðsynlegt að vinna þessa leiki ef vel á að fara í­ mótinu. Hef fulla trú á að liðið fari í­ úrslitakeppnina í­ vor.

Stelpurnar komu svo öllum á óvart í­ gær og gerðu jafntefli gegn FH. Ætli þetta sé ekki fyrsta stig kvennaliðsins í­ eitt og hálft ár? Mér skilst að það sé góð stemning í­ kringum stelpurnar núna og að framtí­ðin sé bærilega björt.

Leit sjálfur við á móttöku hjá VíS fyrir meistarflokkinn í­ fótboltanum og velunnara hans. Þar fékk Gunni mark titilinn „leikmaður ársins“ annað árið í­ röð. Margar kempur hafa fengið þennan verðlaunagrip en fáir tvö ár í­ röð.

Eftir bjórsumblið hjá tryggingarfélaginu lá leiðin á Næsta bar, þar sem Stefán Jónsson var kvaddur með virktum. Hann er á leiðinni til Berlí­nar á nýjan leik.

Fyrir svefnin góndum við sí­ðan á The Quiet American, mynd sem hafði verið látið mikið af. Hún olli mér miklum vonbrigðum. Graham Greene er í­ miklu uppáhaldi og bókin er meðal hans betri verka. Brendan Fraser var afleitur kostur í­ hlutverk Pyle og ég var ekki alveg að kaupa Caine í­ aðalhlutverkinu heldur.

Jamm.