Nýjir eigendur fengu kjallaraíbúðina á Mánagötunni afhenta í gær.
Eins og gerist og gengur fylgja nýju fólki nýjar hugmyndir. Við sem fyrir bjuggum í húsinu erum vitaskuld orðin svo samdauna öllum göllum að okkur dettur ekki í hug að ráðast í framkvæmdir.
Meðal þess sem nú verður væntanlega ráðist í, er að koma sjónvarpsloftnetunum inn í hús, í stað þess að taka snúrurnar í gegnum opnanlegu fögin á gluggunum. Fyrir vikið verður vonandi hægt að loka almennilega viðkomandi gluggum. íhuggjuefni mitt er hins vegar hvernig hægt verður að greiða úr hinni óskiljanlegu loftnetaflækju hjá þeim á efri hæðinni. Einu sinni reyndum við Benedikt að átta okkur á því hvaða snúrur ættu við hvað, en urðum að gefast upp. Eru ekki einhverjir aðilar sem taka að sér að finna heildarlausnir á svona vandamálum?
Hitt aðkallandi verkefnið er að mála holið fyrir framan kjallaraíbúðina og jafnframt stigann upp á okkar hæð. Þar eru rakaskemmdir á einum stað, sem þó virðast gamlar. íkvað í ofstæki mínu að ráðast á þetta með kíttispaða að vopni. Skóf í burtu alla þá málningu sem ég gat án þess að beita of miklu afli. Á enn eftir að skrapa upp úr sprungum og kítta uppí aftur. Mikið er leiðinlegt að standa í svona ati.
* * *
Ekki stóð á viðbrögðum við DV-pistli mínum í morgun. Það rignir yfir mig ábendingum um stuðningsmenn Hull City. Málið er nefnilega að fyrir einhverjum fimmtíu árum kom Hull í heimsókn til Íslands og enn má finna Hullara frá þeim tíma. Merkilegt!