Jón Ormur og krikketið

Jón Ormur Halldórsson endursegir í­ grein í­ Fréttablaðinu kenningu um samhengi milli krikkets og lýðræðisþróunar. Samkvæmt henni eru þær þjóðir og þær þjóðir einar vænleg lýðræðisrí­ki að krikket sé spilað þar af miklum móð.

Höfundur kenningarinnar slær reyndar þann varnagla að Pakistan sé nokkuð sérstætt í­ þessu samhengi, enda eru Pakistanar miklir krikketmenn en á sama tí­ma gerræðisseggir. Karlinn kemur sér fram hjá þessum vanda með því­ að saka Pakistana um ofstækisfulla spilamennsku.

Það er hins vegar athyglisvert að höfundur kenningarinnar ræðir ekki krikketkunnáttu manna í­ Afrí­ku sunnanverðri. Suður-Afrí­kumenn og hví­tir í­búar Zimbabwe spila krikket. Eru þeir e.t.v. brjóstverðir lýðræðis í­ álfunni?

Einhvers staðar las ég lí­ka að Afganir væru krikketsinnaðir mjög. Spurning hvað lesa má út úr því­?

Það er hins vegar sjálfstætt rannsóknarefni hvaða Samveldislönd Breta hafa „losnað við“ krikketbakterí­una. Þar koma upp í­ hugann lönd eins og Kanada og írland. Þar spilar ekki nokkur maður krikket, en lýðræði má teljast með skaplegra móti.

Kenningin er samt sniðug!

* * *

FRAM-stelpurnar unnu bikarleikinn í­ gær. Komst ekki á leikinn, þar sem ég var á frábærum fyrirlestri Joe Gersons.

Á ég að nenna í­ Hafnarfjörðinn í­ kvöld á Hauka-FRAM?