Jón Ormur Halldórsson endursegir í grein í Fréttablaðinu kenningu um samhengi milli krikkets og lýðræðisþróunar. Samkvæmt henni eru þær þjóðir og þær þjóðir einar vænleg lýðræðisríki að krikket sé spilað þar af miklum móð.
Höfundur kenningarinnar slær reyndar þann varnagla að Pakistan sé nokkuð sérstætt í þessu samhengi, enda eru Pakistanar miklir krikketmenn en á sama tíma gerræðisseggir. Karlinn kemur sér fram hjá þessum vanda með því að saka Pakistana um ofstækisfulla spilamennsku.
Það er hins vegar athyglisvert að höfundur kenningarinnar ræðir ekki krikketkunnáttu manna í Afríku sunnanverðri. Suður-Afríkumenn og hvítir íbúar Zimbabwe spila krikket. Eru þeir e.t.v. brjóstverðir lýðræðis í álfunni?
Einhvers staðar las ég líka að Afganir væru krikketsinnaðir mjög. Spurning hvað lesa má út úr því?
Það er hins vegar sjálfstætt rannsóknarefni hvaða Samveldislönd Breta hafa „losnað við“ krikketbakteríuna. Þar koma upp í hugann lönd eins og Kanada og írland. Þar spilar ekki nokkur maður krikket, en lýðræði má teljast með skaplegra móti.
Kenningin er samt sniðug!
* * *
FRAM-stelpurnar unnu bikarleikinn í gær. Komst ekki á leikinn, þar sem ég var á frábærum fyrirlestri Joe Gersons.
Á ég að nenna í Hafnarfjörðinn í kvöld á Hauka-FRAM?