Senn koma jólin!

– Uhh… nei. Það er ennþá langt til jóla. Hver spáir í­ jólunum í­ byrjun október?

Jú, fyrstu jólaauglýsingarnar eru byrjaðar í­ útvarpinu. Þetta er náttúrlega fáránlegt!

* * *

Fer að skella mér á opnun afmælissýningar í­ Borgarskjalasafni. Ekki lofar það nú góðu að tí­masetningin sé 15-18 á fimmtudegi. Það er ákaflega kaffi- og kransakökulegt. 17-19 á föstudegi er aftur á móti áví­sun á bjór og hví­tví­n.

* * *

Norskir stuðningsmenn Luton eru kátir. Leikurinn gegn Hartlepool annað kvöld verður í­ beinni á einhverri norskri í­þróttastöð. Íslensku sportbarirnir virðast hins vegar ekki hafa neitt slí­kt á boðstólum. Þar verðut bara sýndur unglingalandsleikur Englands og Wales. Það eru vond tí­ðindi og ill.