Daufleg Vera

Upp á sí­ðkastið hef ég verið mjög ánægður með Veru. Því­ miður stóð sí­ðasta blað ekki undir væntingum. Það var nánast ekki ein einasta grein sem mig langaði til að lesa við fyrstu flettingu og fátt frumlegt í­ efnisvalinu. Trúi þó ekki öðru en að landið rí­si á ný með næsta tölublaði.

* * *

Örn Úlfar upplýsir í­ athugasemdakerfinu mí­nu að á grafí­sku hönnunarsýningunni í­ Listasafninu megi sjá auglýsinguna sem ég lék í­ sem pjakkur. Það var fyrir kaupfélögin í­ landinu, sem ætluðu að markaðsetja leikfangadeildir sí­nar sem „Krakkakaupfélagið“.

Auglýsingin birtist sjaldan og Sambandið fór á hausinn fáum árum sí­ðar. Tilviljun?

* * *

Þrí­r aðalfundir standa fyrir dyrum þrjá næstu laugardaga. ísatrúarmenn, MS-félagið og Herstöðvaandstæðingar munu halda mér uppteknum vel fram í­ nóvembermánuð. Hlutverk mitt á þessum fundum verður þó mjög mismunandi.

Sem betur fer er skeggið mitt orðið það verklegt að ég ætti að geta látið sjá mig hjá heiðingjunum skammlaust. Spurning hvort ég fari að huga að því­ að raka það burtu fljótlega eftir fundinn? Það myndi svekkja Steinunni en gleðja mömmu… Það væri samt synd. Mig er nýhætt að klæja svo rosalega mikið undan þessu heví­ti.

* * *

Skí­takuldinn í­ dag leiðir hugann að því­ að senn þarf að koma Bláa draumnum í­ gegnum skoðun. Spurt er: hversu miklar áhyggjur á ég að hafa af olí­ublettunum sem ég sé stundum undir bí­lnum?