Hrollur

Húsnæði Minjasafnsins er byggt á ofanverðum sjöunda áratugnum. Það er slæmt.

Það er ekki slæmt vegna þess að hús frá þessum árum voru mörg hver klunnaleg, ljót og með flöt þök. Slí­kt má þola.

Það er slæmt vegna þess að á þeim árum töldu margir hönnuðir, arkitektar og verkfræðingar að ofnar með skrúfanlegum hönum væru hallærislegt fyrirbæri og að miðstýrt hitunarkerfi væru málið. Öllu skyldi svo vera stýrt af skynjurum og termóstötum um allt hús.

Vandinn er að þetta virkar ekki rasskat og fyrir vikið er kalt í­ kofunum á degi sem þessum. Hugga mig þó við að í­ dag ætlum við Óli og Kjartan að festa upp mælatöflur úr gamalli aðveitustöð. Það eru þung stykki að bera þannig að maður vinnur sér kannski til hita.

Jamm.